• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Námsstyrkjum úthlutað

Sóley og Auðna

 

Úthlutað hefur verið úr Minningarsjóði Ragnhildar B. Metúsalemsdóttur og Stefáns Péturssonar. SSA hefur umsjón með sjóðnum og markmið hans er að styðja námsfólk búsett á Austurlandi til háskólanáms.

Að þessu sinni voru veittir tveir styrkir úr sjóðnum, hvor um sig að upphæð 150.000 kr. Styrkþegar voru:

 

- Sóley Arna Friðriksdóttir, fædd og uppalin á Eskifirði og er í námi í Leikskólakennarafræðum

- Sigríður G. Auðna Hjarðar, búsett á Hjarðargrund í Jökuldal og er í dýralæknanámi í Ungverjalandi

 

Við óskum þeim báðum til hamingju og góðs gengis í náminu.

 

Auglýst eftir umsóknum

 

Samningar um sóknaráætlanir undirritaðir

Nýir sóknaráætlanasamningar við átta landshlutasamtök sveitarfélaga voru undirritaðir í dag. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúar landshlutasamtakanna undirrituðu samningana átta við hátíðlega athöfn í Ráðherrabústaðnum. Grunnframlag ríkisins til samninganna árið 2020 nemur 716 milljónum króna en með viðaukum og framlagi sveitarfélaga nema framlög alls 929 milljónum króna.

f.v. Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Samningarnir byggja á lögum nr. 69/2015 um byggðaáætlun og sóknaráætlanir og gilda til fimm ára, 2020-2024. Markmið laganna er að efla byggðaþróun og auka samráð milli ráðuneyta á sviði byggðamála, innan hvers landshluta og milli stjórnsýslustiga, jafnframt að færa til sveitarstjórna aukna ábyrgð á sviði byggða- og samfélagsþróunar.

 

Sjá fréttina í heild sinni á vef Stjórnarráðs Íslands

 

Haustþing SSA

Dagana 11. og 12. október sl. var 1. haustþing Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) haldið á Borgarfirði eystri.

Þingfulltrúar haustþings SSA

Þingfulltrúarnir við nýlegt málverk Elínar Elísabetar Einarsdóttur á vegg Búðarinnar á Borgarfirði.

Á þinginu áttu 35 kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna sex á Austurlandi sæti. Dagskrá þingsins var með hefðbundnu sniði; fram fóru kynningar, samþykktar voru sameiginlega ályktanir, menningarverðlaun SSA voru veitt og gestur úr hópi sveitarstjórnarmanna heiðraður. Fundinn sátu, auk sveitarstjórnarfólks, flestir þingmenn kjördæmisins.

Fyrri dag þingsins flutti starfsfólk Austurbrúar erindi um verkefnið úrbótagöngu sem unnið er í tengslum við áfangastaðinn Austurland og Sóknaráætlun Austurlands. Þá starfaði sveitarstjórnarfólk í nokkrum nefndum og lagði drög að ályktunum þingsins. Að nefndarvinnunni lokinni voru flutt erindi um eflingu sveitarstjórnarstigsins þar sem sameiningarmál voru í brennidepli.

Heiðursgestur þingsins að þessu sinni var Andrés Skúlason. Andrés er sveitarstjórnarfólki vel kunnur enda starfandi oddviti Djúpavogshrepps til 16 ára. Hann hefur setið í stjórn SSA og fjölda nefnda og stjórna, bæði svæðisbundinna og á landsvísu. Auk þess hefur Andrés látið til sín taka í ýmsum félags- og framfaramálum.

Menningarverðlaun SSA 2019 hlaut Gunnarsstofnun. Stofnun rekur menningar- og fræðasetur á Skriðuklaustri og stendur þar fyrir fjölbreyttri og lifandi menningarstarfsemi allt árið um kring. Gunnarsstofnun hefur verið leiðandi afl í menningarstarfsemi á Austurlandi, allt frá stofnun árið 1997, með kjörorð stofnunarinnar – metnað, framsýni og samstarf – að leiðarljósi.

Fundargerð haustþings SSA 2019

Ályktarnir haustþings SSA 2019

 
Síða 1 af 13
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is