• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Jólakveðja

 

 

Ályktun stjórnar vegna fréttaflutnings af óbirtri samgönguáætlun

Stjórn SSA fundaði þann 21. september vegna fréttaflutnings af innihaldi óbirtrar samgönguáæltunar. 

Ákveðið var að senda eftirarandi ályktun til fjölmiðla, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, samgöngunefndar Alþingis og þingmanna kjördæmisins:

 Ályktun stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um væntanlega samgönguáætlun, samþykkt á fundi þann 21. september 2018

Í ljósi fréttaflutnings af innihaldi væntanlegrar samgönguáætlunar lýsir stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) yfir miklum vonbrigðum með hlut Austurlands og þær miklu tafir sem við blasa hvað varðar nauðsynlegar samgöngubætur í fjórðungnum. Þetta er sérstaklega ámælisvert í ljósi þess að undanfarin ár hafa nýframkvæmdir og viðhald vega á Austurlandi verið í algjöru lágmarki.

Stjórn SSA krefst þess að hlutur Austurlands varðandi framkvæmdir í samgöngumálum verði réttur og tekið tillit til þeirrar forgangsröðunar samgönguframkvæmda sem samþykkt hefur verið ítrekað á vettvangi SSA. Í því samhengi má nefna Fjarðarheiðargöng, nýjan veg yfir Öxi auk fjölda brýnna viðhaldsverkefna víða í fjórðungnum sem SSA hefur ályktað um.

Stjórn SSA telur eðlilegt að ráðherra og Alþingi fari eftir þeim áherslum sem mótaðar hafa verið af hálfu landshlutasamtaka sveitarfélaga. Í ljósi skorts á samráði skorar stjórnin á ráðherra að hefja nú þegar samráð við landshlutasamtökin áður en endanleg drög að samgönguáætlun verða lögð fyrir Alþingi. Verði það ekki gert er allt tal stjórnvalda um eflingu sveitarstjórnarstigsins orðin tóm.

 

Styrkir úr Minningarsjóði Ragnhildar B. Metúsalemsdóttur og Stefáns Péturssonar

Glódís Sigmundsdóttir og Guðrún Hlíðkvist Guðmundsdóttir Kröyer hlutu í sumar styrki að upphæð 150.000 kr. hvor úr Minningarsjóði Ragnhildar B. Metúsalemsdóttur og Stefáns Péturssonar. Tilgangur sjóðsins er að veita námsfólki búsettu á Austurlandi styrki til háskólanáms.

Glódís Sigmundsdóttir leggur stund á nám í dýralækningum við Umhverfis- og náttúruvísindaháskólann í Noregi og er nú komin á fjórða ár. Hún er fædd og uppalin á Ekru í Hjaltastaðaþinghá. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólann á Egilsstöðum vorið 2013 og útskrifaðist sem búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri vorið 2015.

Guðrún Hlíðkvist Guðmundsdóttir Kröyer stundar nám í umhverfis- og byggingarverkfræði í Háskóla Íslands er á öðru ári. Hún er frá Egilsstöðum. Guðrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 2015.

Minningarsjóður Ragnhildar B. Metúsalemsdóttur og Stefáns Péturssonar, presthjóna að Desjarmýri og Hjaltastað, var stofnaður árið 1945 af börnum þeirra hjóna á aldarártíð þeirra. Höfuðstóll sjóðsins er stofnfé hans að viðbættum vöxtum og minningargjöfum sem og dánargjöf Guðmundar Stefánssonar. Sjóðurinn var upphaflega í vörslu og undir umsjá sýslunefndar Norður-Múlasýslu en er nú í umsjá Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA).

Sigrún Blöndal, formaður stjórnar SSA, afhenti þeim Glódísi og Guðrúnu styrkina

                                                 .Glódís 2018 afhending              Guðrún 2018 afhending

 

Aðalfundur SSA 2018

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi

52. aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi var haldinn á Hallormsstað dagana 7. og 8. september sl. Kjörnir fulltrúar þeirra sjö sveitarfélaga sem mynda landshlutasamtökin samþykktu á fundinum sameiginlegar ályktanir landshlutans. Þá voru afhent Menningarverðlaun SSA 2018 og heiðursgestur úr hópi sveitarstjórnarmanna heiðraður.

Fundinn sóttu fulltrúar allra sveitarfélaga á Austurlandi auk þess sem nokkrir þingmenn kjördæmisins og fleiri gestir sátu fundinn. Dagskrá fundarins markaðist af fjölda nýrra fulltrúa en talsverð endurnýjun varð í sveitarstjórnarkosningunum á vordögum. Áhersla var á kynningu á SvAust, starfsemi Austurbrúar og framkvæmd áhersluverkefna Sóknaráætlun Austurlands tengdum menningu, áfangastaðnum Austurland og Svæðisskipulagi Austurlands. Auk þess kynnti Karl Björnsson framkvæmdastjóri starfsemi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Hólmfríður Sveinsdóttir sérfræðingur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu sagði frá Sóknaráætlun.             

Heiðursgestur 1prufa

    Heiðursgestur var Broddi Bjarnason fyrrverandi formaður SSA

     og bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði. 

Menningarverðlaun 1 á síðu   Menningarverðlaun SSA hlaut Breiðdalssetur.

 Að venju var samþykkt ályktana megin verkefni fundarins, en þær móta stefnu landshlutans á öllum sviðum. Mikil áhersla var á að þjónusta við íbúa á Austurlandi væri ásættanleg, hvort sem er í heilbrigðisþjónustu, samgöngum eða menntamálum og að jöfnuður ríkti meðal landsmanna t.d. varðandi flutningskerfi raforku og húshitunarkostnað. Einnig var samþykkt ályktun um stjórnunarfyrirkomulag SSA og samstarf við Austurbrú sem felur í sér að hefja viðræður við hagaðila Austurbrúar um breytt fyrirkomulag. Ályktanirnar má sjá r

Á aðalfundinum var kosin ný stjórn:

Aðalmenn:                                                                 Varamenn:

Norðursvæði:

Gunnar Jónsson, Fljótsdalshéraði                          Berglind Harpa Svavarsdóttir, Fljótsdh.
Hildur Þórisdóttir, Seyðisfirði                                  Jakob Sigurðsson, Borgarfjarðarhreppi
Sigríður Bragadóttir, Vopnafjarðarhreppi                Stefán Grímur Rafnsson, Vopnafjarðarhr.
Stefán Bogi Sveinsson, flakkari Fljótsdh.               Björg Björnsdóttir, flakkari-vara Fljótsdh.

Suðursvæði:
Gauti Jóhannesson, Djúpavogshreppi                  Þorbjörg Sandholt, Djúpavogshreppi
Einar Már Sigurðarson, Fjarðabyggð                    Eydís Ásbjörnsdóttir, Fjarðabyggð 

Pálína Margeirsdóttir, Fjarðabyggð                      Jón Björn Hákonarson, Fjarðabyggð

 

1Hópmynd á heimasíðu

 

 
Síða 2 af 12
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is