• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

11 verkefni fá vaxtarstyrk á Austurlandi

Þokumynd notaVaxtarsamningur Austurlands er samningur milli Austurbrúar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem styður við þau verkefni sem falla undir markmið hans. Meginhugmynd í vaxtarsamningum er samstarf í svokölluðum klösum, þar sem leitast er við að efla samvinnu fyrirtækja og stofnana á ákveðnum sviðum sem á einhvern hátt geta unnið saman og nýtt styrkleika hvers annars, jafnvel þótt fyrirtækin séu að öðru leyti í samkeppni.

Sem fyrr segir hlutu 11 verkefni styrk að upphæð samtals 8.300.000 kr. Eftirtalin verkefni hlutu styrk:
1. Meet the Locals, Hildigunnur Jörundsdóttir 1.000.000 kr.
2. Þokusetur Íslands, Ívar Ingimarsson, 500.000 kr.
3. Skógarhögg með stórvirkri vinnuvél, Kristján Már Magnússon, 500.000 kr.
4. Frumkvöðlasetur Djúpavogs, Ólafur Áki Ragnarsson, 900.000 kr.
5. Viðarmagns- og markaðsúttekt vegna afurðarmiðstöðvar fyrir skógarafurðir, Jóhann F. Þórhallsson, 1.500.000 kr.
6. Lífsstílsstuðningur fyrir þátttakendur í offitumeðferð, Hrönn Grímsdóttir, 500.000 kr.
7. Sýningin „Inside Volcanoes and the Geology of Eastern Iceland, Christa María Feucht, 300.000 kr.
8. Aukin vöruþróun og uppbygging dreifikerfis staðbundinna vara, Hákon Hildibrand, 1.000.000 kr.
9. Innleiðing Vakans, gæða- og umhverfiskerfis, Díana Mjöll Sveinsdóttir, 600.000 kr.
10. Norðurljósasetur Fáskrúðsfirði, Viðar Jónsson, 500.000 kr.
11. Gulrófusnakk, Berglind Häsler, 1.000.000 kr.

Næsti umsóknarfrestur er til og með 5. október 2014. Úthlutað verður seinni partinn í október.

Vaxtarsamningur Austurlands er í umsjón Austurbrúar og hefur það að meginmarkmiði að efla Austurland sem eftirsóttan valkost til búsetu. Þetta er gert með því að stuðla að atvinnuþróun með uppbyggingu svokallaðra klasa og tengslaneta en samstarf þriggja eða fleiri aðila er grundvöllur fyrir því að verkefni fái styrk úr samningnum. Stefna vaxtarsamnings er að styðja við uppbyggingu í anda náttúru og sjálfbærni. Hrund Snorradóttir er verkefnisstjóri með Vaxtarsamningi Austurlands.

Ljósmynd: Erling O. Aðalsteinsson.

 

Kynningarfundir - Ný skipulagslög, ný mannvirkjalög og drög að nýjum reglugerðum

Efnt er til kynningarfunda þar sem fulltrúar Skipulagsstofnunar, Mannvirkjastofnunar og umhverfisráðuneytisins kynna ný skipulagslög og ný mannvirkjalög sem tóku gildi 1. janúar s.l. og jafnframt drög að nýjum reglugerðum.

Nánar...
 

Ertu brottfluttur Austfirðingur?

140404 styrkur mmÍ sumar verða verða rannsakaðir fimm viðburðir og verkefni á Austurlandi; Bræðslan á Borgarfirði eystri, hönnunarverkefnið Designs from Nowhere, Eistnaflug í Neskaupstað, LungA á Seyðisfirði og Sviðamessan á Djúpavogi. Öll þessi verkefni eru unnin að miklu leyti að frumkvæði brottfluttra þó að fjöldi heimamanna taki einnig þátt í þeim.

Verið er að safna gögnum og þegar hefur verið send forkönnun til brottfluttra Austfirðinga þar sem kortlögð eru viðhorf þeirra og tengsl til svæðisins. Svörun hefur verið mjög góð en brottfluttir Austfirðingar eru hvattir til að taka þátt í könnuninni. Samhliða verða greind ýmis opinber gögn og skýrslur, m.a. varðandi ferðaþjónustu, skapandi greinar, aðstöðu, innviði samfélagsins o.fl., auk þess sem ítarleg viðtöl verða tekin við rýnihópa sem samanstanda af hinum brottfluttu, skipuleggendum, þátttakendum, íbúum á staðnum, bæjaryfirvöldum o.fl.

Júlí er hátíðarmánuðurinn og rannsakendur munu heimsækja Neskaupsstað (Eistnaflug), Seyðisfjörð og Borgarfjörð eystri til að ná tali af gestum og gangandi, leggja fyrir þá spurningakönnun og reyna að fanga stemmninguna í orðum, hljóði og myndum.
Austurbrú/Miðstöð menningarfræða vinnur að rannsókninni í samstarfi við Center for Regional and Tourism Research á Bornholm í Danmörku, sveitarfélagið Vágur í Færeyjum og menningarráð Vesterålen í Noregi en á þessum stöðum verður samkonar rannsókn framkvæmd og teknir fyrir fimm viðburðir/verkefni á hverjum stað. Í þróun eru sameiginleg verkfæri og skapalón fyrir rannsóknina. Vonast er til að niðurstöðurnar geti verið gagnlegar fyrir stjórnmálamenn og stefnumótandi aðila, bjóði upp á nýja sýn í byggðamálum og undirstriki ekki síður virði fjölbreytts menningarlífs.

 
Síða 12 af 12
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is