• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Aðalfundur SSA á Vopnafirði

large ssaAðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2014 verður settur á Vopnafirði á morgun. Hann er haldinn í Vopnafjarðarskóla og stendur í tvo daga. Á fundinum eiga seturétt fulltrúar allra átta sveitarfélaganna sem eru aðilar að Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi.

Fyrir fundinum liggja allmargar tillögur að ályktunum sem teknar verða til umræðu í málefnahópum. Fyrir fundinum liggur m.a. tillaga um að ríkið efli geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi og þá má einnig búast við að umræður um tilflutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga verði áberandi.

Flestir þingmenn kjördæmisins sitja fundinn og mun Höskuldur Þórhallsson, þriðji þingmaður kjördæmisins, ávarpa fundinn. Þá verða flutt nokkur áhugaverð erindi. María Hjálmarsdóttir, starfsmaður Austurbrúar, mun fjalla um markaðssetningu Egilsstaðaflugvallar, Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, og Hrafnkell Lárusson, sagnfræðingur, munu fjalla um stöðu fjölmiðlunar á landsbyggðinni þar sem kastljósinu verður einkum beint að frammistöðu RÚV í því sambandi. Að lokum skal vakin sérstök athygli á fyrirlestri Ármanns Höskuldssonar, eldfjallafræðings, sem mun fjalla um eldsumbrotin norðan Vatnajökuls og ráðleggja sveitarstjórnarmönnum um hvernig þeir geti undirbúið sveitarfélögin fyrir áframhaldandi eldgos.

Á föstudagskvöldið munu fulltrúar og gestir sitja hátíðarkvöldverð og veita menningarverðlaun SSA. Aðalfundinum lýkur seinnipartinn á laugardag.

 

Sjávarútvegur á Austurlandi

large asgeir-fridrikUmfang sjávarútvegs á Austurlandi hafur vaxið jafnt og þétt og allar niðurstöður benda til þess að þróunin muni halda áfram á næstu árin. Þetta er megin niðurstaða úttektar sem unnin er af Ásgeiri Friðriki Heimissyni hagfræðinema við Háskóla Íslands. 

Úttektin, sem ber heitið „Umfang sjávarútvegs á Austfjörðum“, nær til sjávarútvegs á Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Mjóafirði, Neskaupstað, Seyðisfirði, Stöðvarfirði og Vopnafirði. Helstu sjávarútvegsfyrirtækin á þessu svæði eru Brimberg hf., Eskja hf., Gullberg hf., Loðnuvinnslan hf., Síldarvinnslan hf. og auk þess starfrækir HB Grandi hf. næstum alla uppsjávarvinnslu sína á Vopnafirði. Í úttektinni er lagt mat á heildarumfang sjávarútvegs þessara fyrirtækja og leitast við að sundurliða hlut hans.

Í skýrslunni kemur fram að sjávarútvegur af svæðinu hefur mikil áhrif á hagkerfi landsins. Beint framlag áðurnefndra sjávarútvegsfyrirtækja árið 2012 var 17% af beinu framlagi sjávarútvegs á landsvísu; 4,2% af landsframleiðslu árið 2012 og útflutningsverðmæti sjávarafurða var u.þ.b. 46 milljarðar eða 17,3% af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2012 og 7,3% af heildar útflutningsverðmæti Íslendinga það ár.

Mikil uppbygging hefur verið á Austfjörðum og umfang sjávarútvegs á svæðinu vaxið jafnt og þétt. Allt bendir til þess að þessi þróun haldi áfram næstu árin. Framleiðni í sjávarútvegi á svæðinu er mikil, hefur vaxið um 20% að meðaltali á ári síðan 2005 og mun meira að meðaltali en í öðrum atvinnugreinum og í sjávarútvegi á landsvísu. Þá er framleiðni vinnuafls í fiskvinnslu á Austfjörðum 25% meiri en í fiskvinnslu að meðaltali á landinu.

Niðurstöður úttektarinnar benda til þess að 3.400 til 4.700 störf í hagkerfinu séu tilkomin vegna umfangs sjávarútvegs á því svæði sem skoðað var en þar af starfa einungis 618 beint við sjávarútveg.

Úttektin má nálgast hér.

 

11 verkefni fá vaxtarstyrk á Austurlandi

Þokumynd notaVaxtarsamningur Austurlands er samningur milli Austurbrúar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem styður við þau verkefni sem falla undir markmið hans. Meginhugmynd í vaxtarsamningum er samstarf í svokölluðum klösum, þar sem leitast er við að efla samvinnu fyrirtækja og stofnana á ákveðnum sviðum sem á einhvern hátt geta unnið saman og nýtt styrkleika hvers annars, jafnvel þótt fyrirtækin séu að öðru leyti í samkeppni.

Sem fyrr segir hlutu 11 verkefni styrk að upphæð samtals 8.300.000 kr. Eftirtalin verkefni hlutu styrk:
1. Meet the Locals, Hildigunnur Jörundsdóttir 1.000.000 kr.
2. Þokusetur Íslands, Ívar Ingimarsson, 500.000 kr.
3. Skógarhögg með stórvirkri vinnuvél, Kristján Már Magnússon, 500.000 kr.
4. Frumkvöðlasetur Djúpavogs, Ólafur Áki Ragnarsson, 900.000 kr.
5. Viðarmagns- og markaðsúttekt vegna afurðarmiðstöðvar fyrir skógarafurðir, Jóhann F. Þórhallsson, 1.500.000 kr.
6. Lífsstílsstuðningur fyrir þátttakendur í offitumeðferð, Hrönn Grímsdóttir, 500.000 kr.
7. Sýningin „Inside Volcanoes and the Geology of Eastern Iceland, Christa María Feucht, 300.000 kr.
8. Aukin vöruþróun og uppbygging dreifikerfis staðbundinna vara, Hákon Hildibrand, 1.000.000 kr.
9. Innleiðing Vakans, gæða- og umhverfiskerfis, Díana Mjöll Sveinsdóttir, 600.000 kr.
10. Norðurljósasetur Fáskrúðsfirði, Viðar Jónsson, 500.000 kr.
11. Gulrófusnakk, Berglind Häsler, 1.000.000 kr.

Næsti umsóknarfrestur er til og með 5. október 2014. Úthlutað verður seinni partinn í október.

Vaxtarsamningur Austurlands er í umsjón Austurbrúar og hefur það að meginmarkmiði að efla Austurland sem eftirsóttan valkost til búsetu. Þetta er gert með því að stuðla að atvinnuþróun með uppbyggingu svokallaðra klasa og tengslaneta en samstarf þriggja eða fleiri aðila er grundvöllur fyrir því að verkefni fái styrk úr samningnum. Stefna vaxtarsamnings er að styðja við uppbyggingu í anda náttúru og sjálfbærni. Hrund Snorradóttir er verkefnisstjóri með Vaxtarsamningi Austurlands.

Ljósmynd: Erling O. Aðalsteinsson.

 

Kynningarfundir - Ný skipulagslög, ný mannvirkjalög og drög að nýjum reglugerðum

Efnt er til kynningarfunda þar sem fulltrúar Skipulagsstofnunar, Mannvirkjastofnunar og umhverfisráðuneytisins kynna ný skipulagslög og ný mannvirkjalög sem tóku gildi 1. janúar s.l. og jafnframt drög að nýjum reglugerðum.

Nánar...
 
Síða 12 af 13
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is