• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Ertu brottfluttur Austfirðingur?

140404 styrkur mmÍ sumar verða verða rannsakaðir fimm viðburðir og verkefni á Austurlandi; Bræðslan á Borgarfirði eystri, hönnunarverkefnið Designs from Nowhere, Eistnaflug í Neskaupstað, LungA á Seyðisfirði og Sviðamessan á Djúpavogi. Öll þessi verkefni eru unnin að miklu leyti að frumkvæði brottfluttra þó að fjöldi heimamanna taki einnig þátt í þeim.

Verið er að safna gögnum og þegar hefur verið send forkönnun til brottfluttra Austfirðinga þar sem kortlögð eru viðhorf þeirra og tengsl til svæðisins. Svörun hefur verið mjög góð en brottfluttir Austfirðingar eru hvattir til að taka þátt í könnuninni. Samhliða verða greind ýmis opinber gögn og skýrslur, m.a. varðandi ferðaþjónustu, skapandi greinar, aðstöðu, innviði samfélagsins o.fl., auk þess sem ítarleg viðtöl verða tekin við rýnihópa sem samanstanda af hinum brottfluttu, skipuleggendum, þátttakendum, íbúum á staðnum, bæjaryfirvöldum o.fl.

Júlí er hátíðarmánuðurinn og rannsakendur munu heimsækja Neskaupsstað (Eistnaflug), Seyðisfjörð og Borgarfjörð eystri til að ná tali af gestum og gangandi, leggja fyrir þá spurningakönnun og reyna að fanga stemmninguna í orðum, hljóði og myndum.
Austurbrú/Miðstöð menningarfræða vinnur að rannsókninni í samstarfi við Center for Regional and Tourism Research á Bornholm í Danmörku, sveitarfélagið Vágur í Færeyjum og menningarráð Vesterålen í Noregi en á þessum stöðum verður samkonar rannsókn framkvæmd og teknir fyrir fimm viðburðir/verkefni á hverjum stað. Í þróun eru sameiginleg verkfæri og skapalón fyrir rannsóknina. Vonast er til að niðurstöðurnar geti verið gagnlegar fyrir stjórnmálamenn og stefnumótandi aðila, bjóði upp á nýja sýn í byggðamálum og undirstriki ekki síður virði fjölbreytts menningarlífs.

 
Síða 13 af 13
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is