• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Styrkir úr Minningarsjóði Ragnhildar B. Metúsalemsdóttur og Stefáns Péturssonar

Glódís Sigmundsdóttir og Guðrún Hlíðkvist Guðmundsdóttir Kröyer hlutu í sumar styrki að upphæð 150.000 kr. hvor úr Minningarsjóði Ragnhildar B. Metúsalemsdóttur og Stefáns Péturssonar. Tilgangur sjóðsins er að veita námsfólki búsettu á Austurlandi styrki til háskólanáms.

Glódís Sigmundsdóttir leggur stund á nám í dýralækningum við Umhverfis- og náttúruvísindaháskólann í Noregi og er nú komin á fjórða ár. Hún er fædd og uppalin á Ekru í Hjaltastaðaþinghá. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólann á Egilsstöðum vorið 2013 og útskrifaðist sem búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri vorið 2015.

Guðrún Hlíðkvist Guðmundsdóttir Kröyer stundar nám í umhverfis- og byggingarverkfræði í Háskóla Íslands er á öðru ári. Hún er frá Egilsstöðum. Guðrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 2015.

Minningarsjóður Ragnhildar B. Metúsalemsdóttur og Stefáns Péturssonar, presthjóna að Desjarmýri og Hjaltastað, var stofnaður árið 1945 af börnum þeirra hjóna á aldarártíð þeirra. Höfuðstóll sjóðsins er stofnfé hans að viðbættum vöxtum og minningargjöfum sem og dánargjöf Guðmundar Stefánssonar. Sjóðurinn var upphaflega í vörslu og undir umsjá sýslunefndar Norður-Múlasýslu en er nú í umsjá Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA).

Sigrún Blöndal, formaður stjórnar SSA, afhenti þeim Glódísi og Guðrúnu styrkina

                                                 .Glódís 2018 afhending              Guðrún 2018 afhending

 

Aðalfundur SSA 2018

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi

52. aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi var haldinn á Hallormsstað dagana 7. og 8. september sl. Kjörnir fulltrúar þeirra sjö sveitarfélaga sem mynda landshlutasamtökin samþykktu á fundinum sameiginlegar ályktanir landshlutans. Þá voru afhent Menningarverðlaun SSA 2018 og heiðursgestur úr hópi sveitarstjórnarmanna heiðraður.

Fundinn sóttu fulltrúar allra sveitarfélaga á Austurlandi auk þess sem nokkrir þingmenn kjördæmisins og fleiri gestir sátu fundinn. Dagskrá fundarins markaðist af fjölda nýrra fulltrúa en talsverð endurnýjun varð í sveitarstjórnarkosningunum á vordögum. Áhersla var á kynningu á SvAust, starfsemi Austurbrúar og framkvæmd áhersluverkefna Sóknaráætlun Austurlands tengdum menningu, áfangastaðnum Austurland og Svæðisskipulagi Austurlands. Auk þess kynnti Karl Björnsson framkvæmdastjóri starfsemi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Hólmfríður Sveinsdóttir sérfræðingur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu sagði frá Sóknaráætlun.             

Heiðursgestur 1prufa

    Heiðursgestur var Broddi Bjarnason fyrrverandi formaður SSA

     og bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði. 

Menningarverðlaun 1 á síðu   Menningarverðlaun SSA hlaut Breiðdalssetur.

 Að venju var samþykkt ályktana megin verkefni fundarins, en þær móta stefnu landshlutans á öllum sviðum. Mikil áhersla var á að þjónusta við íbúa á Austurlandi væri ásættanleg, hvort sem er í heilbrigðisþjónustu, samgöngum eða menntamálum og að jöfnuður ríkti meðal landsmanna t.d. varðandi flutningskerfi raforku og húshitunarkostnað. Einnig var samþykkt ályktun um stjórnunarfyrirkomulag SSA og samstarf við Austurbrú sem felur í sér að hefja viðræður við hagaðila Austurbrúar um breytt fyrirkomulag. Ályktanirnar má sjá r

Á aðalfundinum var kosin ný stjórn:

Aðalmenn:                                                                 Varamenn:

Norðursvæði:

Gunnar Jónsson, Fljótsdalshéraði                          Berglind Harpa Svavarsdóttir, Fljótsdh.
Hildur Þórisdóttir, Seyðisfirði                                  Jakob Sigurðsson, Borgarfjarðarhreppi
Sigríður Bragadóttir, Vopnafjarðarhreppi                Stefán Grímur Rafnsson, Vopnafjarðarhr.
Stefán Bogi Sveinsson, flakkari Fljótsdh.               Björg Björnsdóttir, flakkari-vara Fljótsdh.

Suðursvæði:
Gauti Jóhannesson, Djúpavogshreppi                  Þorbjörg Sandholt, Djúpavogshreppi
Einar Már Sigurðarson, Fjarðabyggð                    Eydís Ásbjörnsdóttir, Fjarðabyggð 

Pálína Margeirsdóttir, Fjarðabyggð                      Jón Björn Hákonarson, Fjarðabyggð

 

1Hópmynd á heimasíðu

 

 

Aðalfundur SSA 2018 - Dagskrá

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2018

52. aðalfundur SSA 2018 verður haldinn á Hallormsstað dagana 7. og 8. september. Þar munu sveitarstjórnarmenn sveitarfélaganna 7 sem mynda landshlutasamtökin móta sameiginlegar áherslur landshlutans og þau tækifæri og áskoranir sem mæta íbúum Austurlands. 

Dagskráin markast af því að tæplega helmingur sveitarstjórnarfólks er alveg nýtt á þeim velli nú að nýafstöðnum kosningum. Að venju eru samþykktir ályktana megin verkefni fundarins en þær móta stefnu landshlutans á öllum sviðum. Stjórn SSA leggur áherslu á að nýir sveitarstjórnamenn kynnist stoðstofnuninni Austurbrú og munu framkvæmdastjóri og starfsmenn kynna starfsemina og framkvæmd áhersluverkefna Sóknaráætlunar en stofnunin hefur annast umsýslu og framkvæmd þeirra verkefna að langmestu leyti. Áherslan verður á menningarstarfsemi og Áfangastaðinn Austurland. Einnig verður svæðisskipulag Austurlands kynnt og starfsemi SvAust. Þá flytur Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga erindi um starfsemi sambandsins og Hólmfríður Sveinsdóttir sérfræðingur segir frá samningi um Sóknaráætlun og framkvæmd hans. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 3. þingmaður Norðausturkjördæmis mun ávarpa fundinn.

Menningarverðlaun SSA verða afhent í hátíðarkvöldverði auk þess sem sveitarstjórnarfólk af svæðinu verður heiðrað.  

Dagskrá fundarins má sjá hér.

 

Styrkir til háskólanáms

Minningarsjóður Ragnhildar B. Metúsalemsdóttur og Stefáns Péturssonar

Umsóknir 2018

Með vísan til 8. gr. skipulagsskrár Minningarsjóðs presthjónanna Ragnhildar B.

Metúsalemsdóttur og Stefáns Péturssonar er hér með auglýst eftir umsóknum

um tvo styrki að upphæð 50.000 kr. úr sjóðnum árið 2018. Tekið er fram að styrkir úr sjóðnum eru gefnir upp á launamiðum til styrkþega í ársbyrjun 2019. Tilgangur sjóðsins er að veita námsfólki búsettu á Austurlandi styrki til háskólanáms.

Umsóknum skal skila rafrænt til Sambands sveitarfélaga á Austurlandi á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. fyrir 1. júní 2018. Umsókn skal fylgja staðfesting á námi.

 
Síða 3 af 13
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is