• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Sveitarfélögin og ferðaþjónustan

Föstudaginn 3. mars nk. stendur Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Sveitarfélögin og ferðaþjónustan“. Markmið málþingsins er að sveitarstjórnarmenn komi saman til þess að ræða málefni ferðaþjónustu og þær áskoranir og tækifæri sem felast í fjölgun ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands. Málþingið hefur jafnframt verið kynnt fyrir fulltrúum ferðaþjónustunnar og öðrum sem láta sig málið varða.

Málþingið fer fram á Hótel Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. 09:00 með skráningu þátttakenda, áformað er að því ljúki kl. 16:15. Á málþinginu verða einnig nokkur fyrirtæki með kynningu á starfsemi sinni.

Þátttökugjald er 8.000 krónur en innifalið í því er hádegisverður og síðdegiskaffi.

Upplýsingar um dagskrá og skráningu má finna á vef sambandsins.

 
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is