• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Svæðisskipulag Austurlands

Svæðisskipulag Austurlands var fyrst áhersluverkefni sóknaráætlunar á árunum 2016 og 2017 og er það einnig 2018. Í október 2016 var gengið frá ráðningu Skarphéðins Smára Þórhallssonar ( Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ) í starf verkefnisstjóra með svæðisskipulagi Austurlands. Skipuð var svæðisskipulagsnefnd sem vann starfsreglur sem hlotið hafa staðfestingu hjá Skipulagsstofnun og verið birtar í Stjórnartíðindum. 

Markmiðið með svæðisskipulagi Austurlands er að vinna skipulagsáætlun sem tekur allra sveitarfélaga á Austurlandi sem landfræðilegar, hagrænnar og félagslegrar heild. Í svæðisskipulagi er sett fram stefna viðkomandi sveitarfélaga um sameiginlega hagsmuni, s.s. byggðaþróun, samgöngur, náttúra, menning, auðlindir og þjónusta, svo eitthvað sé nefnt. Einnig á í svæðisskipulagi að útfæra landsskipulagsstefnu á viðkomandi svæði. Stefnumörkun svæðisskipulag má ekki vera skemmri en tólf ár. Samræmi verður að vera milli gildandi skipulagsáætlana innan sama svæðis.

 
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is