• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Aðalfundur SSA 2018 - Dagskrá

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2018

52. aðalfundur SSA 2018 verður haldinn á Hallormsstað dagana 7. og 8. september. Þar munu sveitarstjórnarmenn sveitarfélaganna 7 sem mynda landshlutasamtökin móta sameiginlegar áherslur landshlutans og þau tækifæri og áskoranir sem mæta íbúum Austurlands. 

Dagskráin markast af því að tæplega helmingur sveitarstjórnarfólks er alveg nýtt á þeim velli nú að nýafstöðnum kosningum. Að venju eru samþykktir ályktana megin verkefni fundarins en þær móta stefnu landshlutans á öllum sviðum. Stjórn SSA leggur áherslu á að nýir sveitarstjórnamenn kynnist stoðstofnuninni Austurbrú og munu framkvæmdastjóri og starfsmenn kynna starfsemina og framkvæmd áhersluverkefna Sóknaráætlunar en stofnunin hefur annast umsýslu og framkvæmd þeirra verkefna að langmestu leyti. Áherslan verður á menningarstarfsemi og Áfangastaðinn Austurland. Einnig verður svæðisskipulag Austurlands kynnt og starfsemi SvAust. Þá flytur Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga erindi um starfsemi sambandsins og Hólmfríður Sveinsdóttir sérfræðingur segir frá samningi um Sóknaráætlun og framkvæmd hans. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 3. þingmaður Norðausturkjördæmis mun ávarpa fundinn.

Menningarverðlaun SSA verða afhent í hátíðarkvöldverði auk þess sem sveitarstjórnarfólk af svæðinu verður heiðrað.  

Dagskrá fundarins má sjá hér.

 
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is