• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Aðalfundur SSA 2018

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi

52. aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi var haldinn á Hallormsstað dagana 7. og 8. september sl. Kjörnir fulltrúar þeirra sjö sveitarfélaga sem mynda landshlutasamtökin samþykktu á fundinum sameiginlegar ályktanir landshlutans. Þá voru afhent Menningarverðlaun SSA 2018 og heiðursgestur úr hópi sveitarstjórnarmanna heiðraður.

Fundinn sóttu fulltrúar allra sveitarfélaga á Austurlandi auk þess sem nokkrir þingmenn kjördæmisins og fleiri gestir sátu fundinn. Dagskrá fundarins markaðist af fjölda nýrra fulltrúa en talsverð endurnýjun varð í sveitarstjórnarkosningunum á vordögum. Áhersla var á kynningu á SvAust, starfsemi Austurbrúar og framkvæmd áhersluverkefna Sóknaráætlun Austurlands tengdum menningu, áfangastaðnum Austurland og Svæðisskipulagi Austurlands. Auk þess kynnti Karl Björnsson framkvæmdastjóri starfsemi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Hólmfríður Sveinsdóttir sérfræðingur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu sagði frá Sóknaráætlun.             

Heiðursgestur 1prufa

    Heiðursgestur var Broddi Bjarnason fyrrverandi formaður SSA

     og bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði. 

Menningarverðlaun 1 á síðu   Menningarverðlaun SSA hlaut Breiðdalssetur.

 Að venju var samþykkt ályktana megin verkefni fundarins, en þær móta stefnu landshlutans á öllum sviðum. Mikil áhersla var á að þjónusta við íbúa á Austurlandi væri ásættanleg, hvort sem er í heilbrigðisþjónustu, samgöngum eða menntamálum og að jöfnuður ríkti meðal landsmanna t.d. varðandi flutningskerfi raforku og húshitunarkostnað. Einnig var samþykkt ályktun um stjórnunarfyrirkomulag SSA og samstarf við Austurbrú sem felur í sér að hefja viðræður við hagaðila Austurbrúar um breytt fyrirkomulag. Ályktanirnar má sjá r

Á aðalfundinum var kosin ný stjórn:

Aðalmenn:                                                                 Varamenn:

Norðursvæði:

Gunnar Jónsson, Fljótsdalshéraði                          Berglind Harpa Svavarsdóttir, Fljótsdh.
Hildur Þórisdóttir, Seyðisfirði                                  Jakob Sigurðsson, Borgarfjarðarhreppi
Sigríður Bragadóttir, Vopnafjarðarhreppi                Stefán Grímur Rafnsson, Vopnafjarðarhr.
Stefán Bogi Sveinsson, flakkari Fljótsdh.               Björg Björnsdóttir, flakkari-vara Fljótsdh.

Suðursvæði:
Gauti Jóhannesson, Djúpavogshreppi                  Þorbjörg Sandholt, Djúpavogshreppi
Einar Már Sigurðarson, Fjarðabyggð                    Eydís Ásbjörnsdóttir, Fjarðabyggð 

Pálína Margeirsdóttir, Fjarðabyggð                      Jón Björn Hákonarson, Fjarðabyggð

 

1Hópmynd á heimasíðu

 

 
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is