• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Styrkir úr Minningarsjóði Ragnhildar B. Metúsalemsdóttur og Stefáns Péturssonar

Glódís Sigmundsdóttir og Guðrún Hlíðkvist Guðmundsdóttir Kröyer hlutu í sumar styrki að upphæð 150.000 kr. hvor úr Minningarsjóði Ragnhildar B. Metúsalemsdóttur og Stefáns Péturssonar. Tilgangur sjóðsins er að veita námsfólki búsettu á Austurlandi styrki til háskólanáms.

Glódís Sigmundsdóttir leggur stund á nám í dýralækningum við Umhverfis- og náttúruvísindaháskólann í Noregi og er nú komin á fjórða ár. Hún er fædd og uppalin á Ekru í Hjaltastaðaþinghá. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólann á Egilsstöðum vorið 2013 og útskrifaðist sem búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri vorið 2015.

Guðrún Hlíðkvist Guðmundsdóttir Kröyer stundar nám í umhverfis- og byggingarverkfræði í Háskóla Íslands er á öðru ári. Hún er frá Egilsstöðum. Guðrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 2015.

Minningarsjóður Ragnhildar B. Metúsalemsdóttur og Stefáns Péturssonar, presthjóna að Desjarmýri og Hjaltastað, var stofnaður árið 1945 af börnum þeirra hjóna á aldarártíð þeirra. Höfuðstóll sjóðsins er stofnfé hans að viðbættum vöxtum og minningargjöfum sem og dánargjöf Guðmundar Stefánssonar. Sjóðurinn var upphaflega í vörslu og undir umsjá sýslunefndar Norður-Múlasýslu en er nú í umsjá Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA).

Sigrún Blöndal, formaður stjórnar SSA, afhenti þeim Glódísi og Guðrúnu styrkina

                                                 .Glódís 2018 afhending              Guðrún 2018 afhending

 
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is