Stjórn SSA sendi þann 20. ágúst sl. frá sér eftirfarandi ályktun:
Stjórn SSA fagnar niðurstöðu nefndar um göng til Seyðisfjarðar sem ráðherra samgöngumála kynnti í síðustu viku og er í fullu samræmi við ályktanir SSA á aðalfundum undanfarin ár þar sem göng undir Fjarðarheiði hafa verið tilgreind sem forgangsverkefni í jarðgangnagerð. Stjórn SSA hvetur samgönguráðherra og alþingi til að tryggja að framkvæmdir sem nefndin leggur til hefjist á fyrsta tímabili samgönguáætlunar og undirbúningur hefjist strax á næsta ári. Þá er mikilvægt að framkvæmdum ljúki sem fyrst enda mun það leiða til byltingar í búsetuskilyrðum og uppbyggingu atvinnulífs á Austurlandi öllu.
Þá tekur stjórn SSA undir það sjónarmið að skoðaðar verði allar útfærslur á fjármögnun samgöngubóta á Austurlandi, á borð við jarðgöng og veg yfir Öxi, og þeim þannig flýtt.