• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Samningar um sóknaráætlanir undirritaðir

Nýir sóknaráætlanasamningar við átta landshlutasamtök sveitarfélaga voru undirritaðir í dag. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúar landshlutasamtakanna undirrituðu samningana átta við hátíðlega athöfn í Ráðherrabústaðnum. Grunnframlag ríkisins til samninganna árið 2020 nemur 716 milljónum króna en með viðaukum og framlagi sveitarfélaga nema framlög alls 929 milljónum króna.

f.v. Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Samningarnir byggja á lögum nr. 69/2015 um byggðaáætlun og sóknaráætlanir og gilda til fimm ára, 2020-2024. Markmið laganna er að efla byggðaþróun og auka samráð milli ráðuneyta á sviði byggðamála, innan hvers landshluta og milli stjórnsýslustiga, jafnframt að færa til sveitarstjórna aukna ábyrgð á sviði byggða- og samfélagsþróunar.

 

Sjá fréttina í heild sinni á vef Stjórnarráðs Íslands

 
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is