• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

SSA

SSA stendur fyrir Samband sveitarfélaga á Austurlandi. Starfssvæðið nær frá Vopnafirði að Djúpavogi og voru íbúar 10.268 innan starfssvæðis þess. 1. janúar 2013. Sjö sveitarfélög eiga aðild að sambandinu en það eru: Djúpavogshreppur, Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður og Vopnafjörður.

SSA vinnur að hagsmunum sveitarfélaganna á Austurlandi og er ætlað að starfa í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga eftir því sem við verður komið. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti fer með málefni sveitarfélaga.

SSA berst fyrir auknum jöfnuði til búsetu milli landshluta svo sem hvað varðar orkuverð, vöruverð, aðstöðu til náms, aðgang að heilbrigðisþjónustu og menningarstarfsemi.

SSA stuðlar að víðtækri þekkingu sveitarstjórnarmanna á verkefnum sveitarstjórna og vinna að því að gera verkefni sveitarstjórna eftirsóknar- og áhugaverð auk þess sem það hefur forgöngu um samgöngu-, atvinnu- og byggðaþróunarverkefni í fjórðungnum t.d. í nánu samstarfi við Austurbrú.

Skrifstofa SSA er staðsett að Tjarnabraut 39e, 700 Egilsstöðum.

 
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is