• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Austurbrú

bildeaAusturbrú er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var 8. maí 2012 á grunni Þekkingarnets Austurlands, Þróunarfélags Austurlands, Markaðsstofu Austurlands og Menningarráðs Austurlands og annast auk þess daglegan rekstur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

Yfir 30 stofnaðilar eru að Austurbrú, þar á meðal eru öll sveitarfélögin á Austurlandi, allir háskólar landsins, helstu fagstofnanir, stéttarfélög og hagsmunasamtök atvinnulífsins, framhaldsskólar og þekkingarsetur á Austurlandi. Þeir lögaðilar sem hafa starfsstöð eða lögheimili á Austurlandi og gera þjónustu- eða samstarfssamninga við Austurbrú verða hagsmunaðailar. Fulltrúaráð Austurbrúar  er skipað fulltrúum stofnaðila og skráðra hagsmunaaðila.

Markmið Austurbrúar

- Austurbrú vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi og veitir samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu. Stofnunin er í forsvari fyrir þróun: samfélags, atvinnulífs, háskólanáms, símenntunar, rannsókna og menningarstarfs á Austurlandi.
- Austurbrú er fyrsta stofnun sinnar tegundar á Íslandi. Markmiðið með henni er að einfalda stjórnsýslu, vera vettvangur fyrir samstarf og samþættingu og vinna metnaðarfullt starf, íbúum Austurlands til hagsbóta.
- Stofnunin er með dreifsettar starfsstöðvar á Austurlandi og yfir 20 starfsmenn. Meginmarkmiðið með henni er að vera vettvangur fyrir samstarf og samþættingu á þjónustu, nýta sameinað afl til að sækja fram, kalla eftir nýjum verkefnum, bæði innlendum og erlendum, og vinna metnaðarfullt starf, íbúum Austurlands til hagsbóta. Hún er í forsvari fyrir þróun atvinnulífs, samfélags, stjórnsýslu, háskólanáms, símenntunar, rannsókna, þekkingar- og menningarstarfs á Austurlandi.

Heimasíða Austurbrúar:   www.austurbru.is

 

 
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is