• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Sóknaráætlun landshlutanna

sl logo final horizontalÁrið 2015 voru undirritaðir nýir samningar um sóknaráætlanir þar sem sóknaráætlanir landshluta, vaxtarsamningar og menningarsamningar voru sameinaðir. Í samræmi við samninginn var skipaður samráðsvettvangur sem vann nýja sóknaráætlun fyrir Austurland sem byggði á fyrri áætlunum, rannsóknum og stöðugreiningu. Við úthlutanir úr Uppbyggingarsjóði Austurlands verður miðað við áherslur og markmið sóknaráætlunar sem og við val á áhersluverkefnum. Gert er ráð fyrir því að samráðsvettvangurinn komi saman einu sinni á ári til að yfirfara, breyta og bæta sóknaráætlun.

Árið 2009 efndi þáverandi ríkisstjórn til víðtæks samráðs undir yfirskriftinni Sóknaráætlun 20/20 undir forystu forsætisráðuneytisins. Niðurstaða þessa víðtæka samráðs varð Ísland 2020 stefnumörkun um ákveðna framtíðarsýn um öflugra atvinnulíf og samfélag. Stefnumörkunin endurspeglaðist í 20 hlutlægum markmiðum fyrir Ísland og 30 verkefnum til að vinna að þeim markmiðum. Sóknaráætlanir fyrir alla landshluta til eflingar atvinnulífs og lífsgæða til framtíðar var eitt þeirra verkefna. Markmiðið var að kalla fram sameiginlega framtíðarsýn landshluta og að samþætta áætlanir í samgöngumálum, fjarskiptamálum, ferðamálum og byggðaáætlanir auk áætlana um eflingu sveitarstjórnarstigsins og ýmsa vaxtarsamninga og aðra opinbera stefnumótun og framkvæmdaáætlanir. Þá var mótuð heildstæð atvinnustefna fyrir Ísland, byggð á jafnræði atvinnugreina, jafnrétti kynjanna, heilbrigðum viðskiptaháttum og grænni atvinnuuppbyggingu í samræmi við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Jafnframt var hugað að samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs í alþjóðlegum samanburði. Stefnan var útfærð í formlegu samráði stjórnvalda, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins, og háskólasamfélagsins.

Niðurstöður af þjóðfundum í landshlutum leiddu það í ljós að svæðin átta eiga mikið meira sameiginlegt heldur en greinir þau í sundur. Í rauninni reyndist erfitt að finna sérstöðu fyrir hvert svæði sem ekki var sameiginleg með a.m.k. nokkrum öðrum. Það kom í ljós að flest svæðin mátu sérstöðu sína felast í áherslu á ferðaþjónustu og uppbyggingu rannsóknar- og þekkingarsetra. Þessar áherslur hafa einnig komið fram í gegnum árin í svonefndum vaxtarsamningum um uppbyggingu atvinnulífs sem iðnaðarráðuneytið hefur gert við fulltrúa landshlutanna og einkaaðila.

Sóknaráætlanir landshlutanna - Greinargerð um framvindu samninga og ráðstöfun fjármuna 2015

 
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is