• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

11 verkefni fá vaxtarstyrk á Austurlandi

Þokumynd notaVaxtarsamningur Austurlands er samningur milli Austurbrúar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem styður við þau verkefni sem falla undir markmið hans. Meginhugmynd í vaxtarsamningum er samstarf í svokölluðum klösum, þar sem leitast er við að efla samvinnu fyrirtækja og stofnana á ákveðnum sviðum sem á einhvern hátt geta unnið saman og nýtt styrkleika hvers annars, jafnvel þótt fyrirtækin séu að öðru leyti í samkeppni.

Sem fyrr segir hlutu 11 verkefni styrk að upphæð samtals 8.300.000 kr. Eftirtalin verkefni hlutu styrk:
1. Meet the Locals, Hildigunnur Jörundsdóttir 1.000.000 kr.
2. Þokusetur Íslands, Ívar Ingimarsson, 500.000 kr.
3. Skógarhögg með stórvirkri vinnuvél, Kristján Már Magnússon, 500.000 kr.
4. Frumkvöðlasetur Djúpavogs, Ólafur Áki Ragnarsson, 900.000 kr.
5. Viðarmagns- og markaðsúttekt vegna afurðarmiðstöðvar fyrir skógarafurðir, Jóhann F. Þórhallsson, 1.500.000 kr.
6. Lífsstílsstuðningur fyrir þátttakendur í offitumeðferð, Hrönn Grímsdóttir, 500.000 kr.
7. Sýningin „Inside Volcanoes and the Geology of Eastern Iceland, Christa María Feucht, 300.000 kr.
8. Aukin vöruþróun og uppbygging dreifikerfis staðbundinna vara, Hákon Hildibrand, 1.000.000 kr.
9. Innleiðing Vakans, gæða- og umhverfiskerfis, Díana Mjöll Sveinsdóttir, 600.000 kr.
10. Norðurljósasetur Fáskrúðsfirði, Viðar Jónsson, 500.000 kr.
11. Gulrófusnakk, Berglind Häsler, 1.000.000 kr.

Næsti umsóknarfrestur er til og með 5. október 2014. Úthlutað verður seinni partinn í október.

Vaxtarsamningur Austurlands er í umsjón Austurbrúar og hefur það að meginmarkmiði að efla Austurland sem eftirsóttan valkost til búsetu. Þetta er gert með því að stuðla að atvinnuþróun með uppbyggingu svokallaðra klasa og tengslaneta en samstarf þriggja eða fleiri aðila er grundvöllur fyrir því að verkefni fái styrk úr samningnum. Stefna vaxtarsamnings er að styðja við uppbyggingu í anda náttúru og sjálfbærni. Hrund Snorradóttir er verkefnisstjóri með Vaxtarsamningi Austurlands.

Ljósmynd: Erling O. Aðalsteinsson.

 
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is