• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Sjávarútvegur á Austurlandi

large asgeir-fridrikUmfang sjávarútvegs á Austurlandi hafur vaxið jafnt og þétt og allar niðurstöður benda til þess að þróunin muni halda áfram á næstu árin. Þetta er megin niðurstaða úttektar sem unnin er af Ásgeiri Friðriki Heimissyni hagfræðinema við Háskóla Íslands. 

Úttektin, sem ber heitið „Umfang sjávarútvegs á Austfjörðum“, nær til sjávarútvegs á Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Mjóafirði, Neskaupstað, Seyðisfirði, Stöðvarfirði og Vopnafirði. Helstu sjávarútvegsfyrirtækin á þessu svæði eru Brimberg hf., Eskja hf., Gullberg hf., Loðnuvinnslan hf., Síldarvinnslan hf. og auk þess starfrækir HB Grandi hf. næstum alla uppsjávarvinnslu sína á Vopnafirði. Í úttektinni er lagt mat á heildarumfang sjávarútvegs þessara fyrirtækja og leitast við að sundurliða hlut hans.

Í skýrslunni kemur fram að sjávarútvegur af svæðinu hefur mikil áhrif á hagkerfi landsins. Beint framlag áðurnefndra sjávarútvegsfyrirtækja árið 2012 var 17% af beinu framlagi sjávarútvegs á landsvísu; 4,2% af landsframleiðslu árið 2012 og útflutningsverðmæti sjávarafurða var u.þ.b. 46 milljarðar eða 17,3% af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2012 og 7,3% af heildar útflutningsverðmæti Íslendinga það ár.

Mikil uppbygging hefur verið á Austfjörðum og umfang sjávarútvegs á svæðinu vaxið jafnt og þétt. Allt bendir til þess að þessi þróun haldi áfram næstu árin. Framleiðni í sjávarútvegi á svæðinu er mikil, hefur vaxið um 20% að meðaltali á ári síðan 2005 og mun meira að meðaltali en í öðrum atvinnugreinum og í sjávarútvegi á landsvísu. Þá er framleiðni vinnuafls í fiskvinnslu á Austfjörðum 25% meiri en í fiskvinnslu að meðaltali á landinu.

Niðurstöður úttektarinnar benda til þess að 3.400 til 4.700 störf í hagkerfinu séu tilkomin vegna umfangs sjávarútvegs á því svæði sem skoðað var en þar af starfa einungis 618 beint við sjávarútveg.

Úttektin má nálgast hér.

 
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is