• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Úthlutun styrkja úr vaxtarsamningi

large vaxaRitsmiðja Austurlands, Sjóferðir Austurlands og jarðfræðitengd steinasýning eru meðal þeirra verkefna sem hlutu styrk frá Vaxtarsamningi Austurlands að þessu sinni. Átta verkefni voru styrkt en þetta er önnur úthlutun Vaxtarsamningsins á þessu ári.

Samtals var úthlutað 9.500.000 krónum en alls bárust tuttugu umsóknir að upphæð 39.975.000 króna. Vaxtarsamningur Austurlands er samningur milli Austurbrúar ses. og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Stefna hans er að styðja við uppbyggingu í anda náttúru og sjálfbærni og er honum ætlað að styðja við þau verkefni sem falla undir markmið hans. Meginhugmyndin að baki Vaxtarsamningsins er að ýta undir samstarf í svokölluðum klösum þar sem leitast er við að efla samvinnu fyrirtækja og stofnana á ákveðnum sviðum sem á einhvern hátt geta unnið saman og nýtt styrkleika hvers annars. Vaxtarsamningurinn er í umsjón Austurbrúar ses. sem hefur það meginmarkmið að efla Austurland sem eftirsóttan valkost til búsetu og fjárfestinga.

Stjórn samningsins fundaði 20. október sl. og ákveðið var að styrkja eftirfarandi verkefni:

• Ritsmiðja Austurlands, Gunnar Gunnarsson og Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, 1.000.000,-
• Afurðamiðstöð viðarafurða, Jóhann F. Þórhallsson, 1.200.000,-
• Grafít ehf., Alfa Freysdóttir, 300.000,-
• Jarðfræðitengd steinasýning í hjarta Breiðdalsvíkur, Christa Maria Feucht, 800.000,-
• LungA skólinn, Aðalheiður Borgþórsdóttir, 2.000.000,-
• Starfsfolk.is, Guðmundur R. Gíslason og Marías Ben. Kristjánsson, 2.000.000,-
• Austurvarp, Gunnar Gunnarsson, 1.000.000,-
• Sjóferðir Austurlands, Elís Pétur Elísson, 1.200.000,-

 
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is