• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Dagar myrkurs á Austurlandi

large mynd-dagarmyrkursMenningarveislan austfirska „Dagar myrkurs“ hefst fimmtudaginn 6. nóvember og stendur til 16. nóvember. Tónlist og myndlist verða í öndvegi, hlaðborð og þjóðlegir réttir, kertaljós og kósý-stundir, ljóðalestur, draugagangur og afturganga, bílabíó og ástardagar, sviðamessa, myrkra- og grímuböll, og stjörnum og norðurljósum fagnað svo eitthvað sé nefnt.

Dagar myrkurs voru haldnir í fyrsta sinn í nóvember árið 2000 af Markaðsstofu Austurlands sem hefur hýst verkefnið allar götur síðan. Verkefnið er því í dag hluti af markaðsstarfi Austurbrúar og hefur verið skipulagt með svipuðum hætti frá upphafi.

Þetta er byggðahátíð Austurlands þar sem gervallur fjórðungurinn leggst á eitt til að gera íbúum og gestum þeirra glaða daga í svartasta skammdeginu og lýsa það upp – ellegar undirstrika það með skírskotun í ríkan drauga- og vættaarf. Í tíu daga rekur svo hver viðburðurinn annan í hverju bæjarfélagi og ættu háir sem lágir að finna eitthvað við sitt hæfi í dagskránni. Listafólk leggur lóð sín á vogarskálarnar; tónlist og myndlist, hlaðborð og þjóðlegir réttir, kertaljós, ljóðalestur, draugagangur og afturganga, bílabíó og ástardagar, sviðamessa, myrkra- og grímuböll, og stjörnum og norðurljósum fagnað svo eitthvað sé nefnt. Verslanir og þjónustuaðilar bjóða freistandi tilboð á vörum, veitingum og gistingu í tilefni daganna. Á Dögum myrkurs er jafnframt góður tími til að heimsækja söfn og sýningar, sundlaugar og bókasöfn sem öll taka vel á móti gestum með upplýsandi viðburðum tengdum myrkrinu og ljósinu.

Þá má geta þess að Austurbrú stendur fyrir leik á Facebook þar sem fólk er hvatt til að taka ljósmyndir sem fanga myrkrið og skammdegið á einhvern hátt. Sá eða sú sem sendir inn bestu myndina af viðburðum Daga myrkurs með hashtaginu #dagarmyrkurs getur unnið flug til höfuðborgarinnar í boði Flugfélag Íslands.

Ítarlega dagskrá Daga myrkurs má finna á vefnum east.is.

 
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is