• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Þungar áhyggjur af lokun Upplýsingamiðstöðvar Austurlands

DSCF3783Framkvæmdaráð Sambands sveitarfélaga á Austurlandi lýsir yfir þungum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem nú er komin upp í landshlutanum með lokun Upplýsingamiðstöðvar Austurlands. Ljóst er að hið opinbera verður að tryggja frekara fjármagn til rekstursins, ekki síst í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi vegna eldgoss í Holuhrauni. Samræmi verður að vera á milli þeirrar stefnu sem mörkuð hefur verið opinberlega um „Ísland allt árið“ og þess fjármagns sem veitt er til upplýsingagjafar til ferðamanna. Vísað er til ályktunar SSA um þetta efni:

„Aðalfundur SSA haldinn á Vopnafirði 19. og 20. september 2014 telur að upplýsingamiðstöðvar séu afar mikilvægur þáttur í að fjölga áfangastöðum ferðamanna, vísa þeim leið og tryggja góða umgengni um landið. Því skorar aðalfundur SSA á stjórnvöld að auka fjármagn til upplýsingamiðstöðva á Austurlandi þannig að þeir fjármunir dugi til að þjónusta ferðamenn og auka öryggi þeirra allt árið.“

 
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is