• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Tveir styrkir úr Minningarsjóði Ragnhildar B. Metúsalemsdóttur og Stefáns Péturssonar

img 3240Brynja Björk Þórsdóttir og Linda María Karlsdóttir hlutu í dag styrki að upphæð 50.000 kr. hvor úr Minningarsjóði Ragnhildar B. Metúsalemsdóttur og Stefáns Péturssonar. Tilgangur sjóðsins er að veita námsfólki búsettu á Austurlandi styrki til háskólanáms.

Brynja Björk Þórsdóttir leggur stund á nám í sálfræði við Háskóla Íslands og er á öðru ári. Hún er fædd og uppalin á Hallormsstað. Eftir að hafa lokið námi við Hallormsstaðaskóla, lá leiðin í Menntaskólann á Egilsstöðum en þaðan lauk Brynja stúdentsprófi af félagsfræðibraut árið 2013.

Linda María Karlsdóttir stundar nám í læknisfræði í Debrecen í Ungverjalandi er á öðru ári af sex. Hún er frá Þrepi í Eiðaþinghá og var alla sína grunnskólagöngu á Eiðum og Egilsstöðum. Þaðan fór Linda María í Menntaskólanum á Egilsstöðum sem hún kláraði á þremur árum.

Minningarsjóður Ragnhildar B. Metúsalemsdóttur og Stefáns Péturssonar, presthjóna að Desjarmýri og Hjaltastað, var stofnaður árið 1945 af börnum þeirra hjóna á aldarártíð þeirra. Höfuðstóll sjóðsins er stofnfé hans að viðbættum vöxtum og minningargjöfum sem og dánargjöf Guðmundar Stefánssonar. Sjóðurinn var upphaflega í vörslu og undir umsjá sýslunefndar Norður-Múlasýslu en er nú í umsjá Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA).

Sigrún Blöndal, formaður stjórnar SSA, afhenti þeim Brynju Björk og Lindu Maríu styrkina.

 
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is