• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Byggðaráðstefna á Breiðdalsvík

Byggðastofnun í samstarfi við Austurbrú, Breiðdalshrepp, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á Austurlandi stendur að ráðstefnu undir yfirskriftinni "Sókn landsbyggða: Kemur unga fólkið? Hvar liggja tækifærin?" dagana 14. - 15. september nk. á Breiðdalsvík. Ráðstefnunni er ætlað að kynna nýjar rannsóknir í byggðamálum og reynslu af hagnýtu starfi og vera á þeim grunni vettvangur fyrir umræðu um stefnumótun. Ráðstefnan er haldin á Breiðdalsvík er það gert til að veita þátttakendum innsýn í lífskjör heimamanna og áskoranir og tækifæri sem þeir standa frammi fyrir.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu Byggðastofnunar.

 
Samband Sveitarfélaga á Austurlandi - Tjarnarbraut 39 - 700 Egilsstaðir - Sími: 470-3810 - Netfang: ssa@ssa.is